Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar með sigur í síðasta leik
Laugardagur 23. september 2017 kl. 17:23

Njarðvíkingar með sigur í síðasta leik

Njarðvíkingar sóttu sigur norður á Húsavík í síðustu umferð 2. deildar á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þeir sigruðu Völsung með 3 mörkum gegn einu. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Theodór Guðni Halldórsson skoraði fyrsta mark Njarðvíkur á 4. mínútu og Arnar Helgi Magnússon bætti við marki á 11.

Heimamenn í Völsungi minnkuðu muninn á 12. mínútu en Theodór Guðni bætti við sínu öðru marki á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 3-1 fyrir Njarðvík. Það varð lokastaða leiksins.

Njarðvíkingar fóru með sigur í 2. deildinni. Enduðu með 50 stig á toppnum, 15 sigra, 5 jafntefli og tvö töp í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024