Njarðvíkingar með sannfærandi sigur
Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á ÍR-ingum í Dominos-deild karla í körfubolta í gær á útivellli. Lokatölur leiks urðu 81-98 og var sigur grænklæddu gestanna aldrei í hættu. Eftir sigurinn eru Njarðvíkingar í 7. sæti deildarinnar með 12 stig.
Tölfræðin:
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Nigel Moore 21/8 fráköst, Marcus Van 20/18 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 15, Ólafur Helgi Jónsson 10/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3.