Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar með pálmann í höndunum
Mánudagur 24. mars 2014 kl. 21:18

Njarðvíkingar með pálmann í höndunum

Vænleg staða og næsti leikur heima

Staðan er vænleg fyrir Njarðvíkinga í úrslitakeppni Domino's deildar karla, eftir að liðið sótti sterkan sigur gegn Haukum í Hafnarfirði í kvöld 84-88. Njarðvíkingar leiða 2-0 í einvíginu og eru með pálmann í höndunum fyrir næsta leik sem fram fer í Ljónagryfjunni á föstudag.

Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar áttu frábæran sprett í þriðja leikhluta þar sem þeir náðu góðri forystu. Haukar sýndu gríðarlega baráttu og gáfust aldrei upp. Lokamínútur leiksins voru virkilega spennandi þrátt fyrir að Njarðvíkingar væru ávallt skrefi framar. Stóru skotin sem virkilega skiptu máli duttu hjá þeim grænu og reið það baggamuninn í þessum mikilvæga sigri þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tracy Smith var illviðráðanlegur og skilaði tröllatvennu, 25 stig og 22 fráköst en hann var auk þess duglegur að verja skot. Elvar Már var sprækur en margir leikmenn voru að skila ágætis framlagi hjá Njarðvík í kvöld.

Njarðvík: Tracy Smith Jr. 25/22 fráköst/5 varin skot, Elvar Már Friðriksson 15/7 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 13, Logi Gunnarsson 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Egill Jónasson 1/4 fráköst, Magnús Már Traustason 0, Brynjar Þór Guðnason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0.

Haukar: Emil Barja 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Terrence Watson 20/18 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Kári Jónsson 11, Þorsteinn Finnbogason 10, Haukur Óskarsson 8/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 7, Steinar Aronsson 3, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Svavar Páll Pálsson 2, Helgi Björn Einarsson 0/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.