Njarðvíkingar með Bandaríkjamann til skoðunar
Njarðvíkingar hafa nú til reynslu bakvörðinn Brandon Davis sem hugsanlega gæti leikið með liðinu í Domino's deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Karfan.is greinir frá því að Davis sé til skoðunar hjá Njarðvíkingum og muni æfa með liðinu á næstunni.