Njarðvíkingar mæta ÍR í kvöld
Njarðvíkingar taka á móti ÍR-ingum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld á heimavelli sínum. Njarðvíkingar geta með sigri jafnað Grindvíkinga að stigum, en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Njarðvíkingurinn Örvar Kristjánsson er þjálfari ÍR en lið hans er sem stendur í 9. sæti deildarinnar.
Leikurinn hefst klukkan 19:15.