Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar lögðu bikarmeistarana - Stólarnir settust á Keflvíkinga
Mánudagur 6. desember 2010 kl. 10:07

Njarðvíkingar lögðu bikarmeistarana - Stólarnir settust á Keflvíkinga

Njarðvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu bikarmeistara Snæfells í Powerade bikarkeppninni en leikurinn fór fram í Hólminum í gærkvöldi. Njarðvík vann með einu stigi 97-98 í æsispennandi leik. Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir og slógu út Keflavík í Toyota höllinni með nokkuð sannfærandi hætti með sautján stiga mun. 78:95 voru lokatölur í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frábær sigur Njarðvíkinga í Hólminum

Fyrir þennan Njarðvíkingar eru eina liðið sem hefur lagt Snæfellinga í vetur í Iceland Express deildinni sem var í Ljónagryfjunni en reyndu sig við heimavöll Hólmara þetta kvöldið. Dómarar voru Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Hreiðarsson en þeir voru að sprikla þrír inná og var þetta bara eins og NBA leikur.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Lokamínútan var allsvakaleg í stöðunni 95-93 fyrir Snæfell setur Guðmundur Jónsson niður svakalegann þrist og staðan 95-96. Snæfell minnkaði strax muninn vítalínunni í 97-96. Maggi Gunnars fær tvö víti sem hann setti niður og staðan 97-98 fyrir Njarðvík. Snæfell á innkast á miðju og fær Pálmi boltann en Njarðvík nær boltanum eftir missheppnað „lay-up“ og leikurinn endaði 97-98 fyrir Njaðvík sem sló bikarmeistarana út og eru komnir í 8 liða úrslitin í Poweradebikarnum.


Stig Njarðvíkinga:
Christopher Smith 29/13 frák. Guðmundur Jónsson 21/6 stoðs. Jóhann Árni 14/6 frák. Magnús Gunnarsson 9 stig. Lárus Jónsson 6/5 frák/5 stoðs. Páll Kristinsson 6/7 frák. Friðrik Stefáns og Rúnar Ingi 5 stig hvor. Kristján Rúnar 3 stig.

Ljósmynd/Þorsteinn Eyþórsson/karfan.is: Njarðvíkingar fögnuðu vel og innilega í leikslok í Hólminum í kvöld.

Keflavík skoraði aðeins 26 stig í seinni hálfleik

Leikurinn í Keflavík hófst á fjörugum nótum. Keflvíkingar keyrðu upp hraðann í leiknum og voru gestirnir frá Sauðárkróki í smá stund að átta sig á meðan Keflvíkingar lögðu boltann ofan í körfu þeirra. Howard Fain var hins vegar sjóðandi heitur og var strax í fyrri hálfleik komin með 19 stig. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga eftir að Tindastólsmenn höfðu leitt með 9 stigum eftir þann fyrsta. Varnarleikur heimamanna hafði fram að því verið á hælunum en þeir spýttu í lófana og uppskáru þeir 54-47 forystu í hálfleik.

Það voru hinsvegar Tindastólsmenn sem komu töluvert sterkari úr búningsherbergjum eftir hálfleiks hléið. Þeir fóru gersamlega á kostum á meðan lítið gekk hjá heimamönnum. Svo fór að Tindastóll sigraði sem fyrr segir nokkuð sannfærandi. Keflvíkingar sem skoruðu aðeins 26 stig í seinni hálfleik þurfa nú að sleikja sárinn yfir því að vera dottnir út úr bikarnum en það líður ekki að löngu að þeir fái að hefna tapið því Tindastólsmenn koma aftur í Keflavíkina í vikunni þegar liðin mætast í deildinni.

Hjá Tindastól var Howard Fain (29 stig 14 fráköst) og Sean Cunningham (27 stig 6 stolnir) í sérflokki og vissulega er þetta Tindastólslið gerbreytt með tilkomu þeirra. Valentino Maxwell var skástur þeirra heimamanna en miklu munaði um Lazar Trifunovic sem varla mætti til leiks í kvöld en strákurinn skilaði aðeins 4 stigum í kvöld og þurfa Keflavíkingar meira frá honum í næsta leik.

Keflavík er komið áfram í Poweradebikarkeppni kvenna eftir öruggan 61-89 sigur á Fjölni í Dalhúsum. Jaqueline Adamshick átti enn einn stórleikinn í liði Keflavíkur en að þessu sinni setti hún 28 stig og tók 20 fráköst!

Njarðvíkurkonur, sem að léku án Ditu Liepkalne og Ínu Maríu áttu ekki í vandræðum með Laugdæli og unnu 94-49. Stigahæst hjá Njarðvík var Heiða Valdimarsdóttir stigahæst með 20 stig, en skoraði hún þau öll í fyrri hálfleik.