Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar léku Hauka grátt
Hlynur Magnússon kom inn á þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og skoraði tvö mörk. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 24. ágúst 2021 kl. 16:21

Njarðvíkingar léku Hauka grátt

Njarðvík tók á móti Haukum í gær í lokaleik átjándu umferðar í annarri deild karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru Njarðvíkingar í fimmta sæti deildarinnar en með stórsigri í gær færðust þeir upp í það fjórða.

Njarðvíkingar byrjuðu betur og komust yfir á 11. mínútu með marki Bergþórs Inga Smárasonar en Haukar náðu að jafna leikinn stundarfjórðungi síðar (27'). Staðan var því jöfn, 1:1, í hálfleik en það átti eftir að breytast.

Guðmundur Steinarsson var skráður þjálfari Njarðvíkur og Hólmar Örn Rúnarsson vermdi varamannabekkinn. Það væri gaman að fá að vita hvað Guðmundur sagði við leikmenn í hálfleik en hvað sem hann sagði þá virkaði það. Ekki var langt liðið á seinni hálfleik þegar Conner Jai Ian Rennison kom Njarðvíkingum aftur yfir ('51) og tuttugu mínútum síðar bætti Magnús Þórðarson við þriðja marki heimamanna ('71). Aron Snær Ingason kom Njarðvík í 4:1 á 82. mínútu en ekki var allt búið enn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma fór markaskorarinn Aron Snær af velli og inn í hans stað kom Hlynur Magnússon. Hlynur nýtti tækifærið vel og skoraði mínútu eftir að honum var skipt inn á ('88). Hlynur sá svo um að kóróna yfirburðasigur Njarðvíkinga þegar hann skoraði sjötta og síðasta mark þeirra ('90+3). Lokatölur 6:1 fyrir Njarðvík.

Guðmundur Steinarsson gegnir tímabundið starfi aðstoðarþjálfara Hólmars Arnar en Bjarni Jóhannsson er í veikindaleyfi.

Guðmundi Haukabani Steinarsson sagði í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn að þetta væri öflugur sigur í baráttunni í þeim leikjum sem eftir eru.

„Mikilvægt að hafa heimavöllinn eins sterkan og hann hefur verið. Nú þarf að ná í stig á útivelli líka.“