Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar leika uppá líf og dauða
Frá leik Njarðvíkur og Fylkis í bikarkeppninni fyrr í sumar
Laugardagur 19. september 2015 kl. 10:00

Njarðvíkingar leika uppá líf og dauða

Síðasta umferð 1. og 2. deildar karla fer fram í dag

Í dag fer fram síðasta umferð 2. deildar karla og er óhætt að segja að botnbaráttan sé óbærilega spennandi.

Njarðvíkingar gerðu vel um síðustu helgi og komu sér í kjörstöðu með því að leggja Sindra á heimavelli sínum 3-2. Þar með eru Njarðvíkingar skrefi á undan Tindastóli og Ægi en Njarðvíkingar leika einmitt gegn Ægi í Þorlákshöfn og geta tryggt sæti sitt með jafntefli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tapi Njarðvíkingar og Tindastóll vinnur Aftureldingu er ljóst að Njarðvíkingar falla niður í 3. deild og yrðu þá fjórða Suðurnesjaliðið í 3. deild næsta sumar.

Njarðvíkingar eru ekki óvanir því að vera að berjast fyrir lífi sínu í 2. deildinni en á síðasta tímabili var liðið í sömu sporum og tókst þá að forða sér frá falldraugnum.

Leikurinn hefst kl. 14 í Þorlákshöfn.

Á sama tíma taka Grindvíkingar á móti Fram í lokaleik sínum í 1. deild karla en hvorugt liðið hefur að neinu að keppa og má því reikna með margir ungir leikmenn fái að spreyta sig á Grindavíkurvelli.