Njarðvíkingar leiða einvígið
Unnu 73-81 í Röstinni
Baráttan um sæti í úrslitum milli Grindvíkinga og Njarðvíkinga hófst í kvöld með rosalegri rimmu í Röstinni. Njarðvíkingar sóttu sterkan sigur, lokatölur 71-83, eftir frábæran fjórða leikhluta gestanna. Njarðvíkingar leiða því einvígið 1-0 en næsti leikur fer fram í Ljónagryfjuni. Síðast unnu Njarðvíkingar sigur á Grindavík í október árið 2009, svo líklega er þungu fargi af þeim létt.
Grindvíkingar byrjuðu betur og skoruðu mikið í upphafi leiks. Meistararnir ætluðu að selja sig dýrt á heimavelli sínum og þeir fóru með 7 stiga forystu inn í hálfleik, 41-34. Njarðvíkingar ekki alveg að finna sg í sóknarleiknum en það átti eftir að breytast þegar á leið.
Njarðvíkingar voru 13 stigum undir í þriðja leikhluta en sýndu mikinn karakter til þess að koma sér inn í leikinn aftur þegar allt leit út fyrir að Grindavíkursigur væri í höfn. Eftir það tók spennan við en leikurinn var nokkuð jafn allt til loka. Njarðvíkingar komust loks yfir þegar rúmlega 6 mínútur lifðu leiks en þá skoraði Logi Gunnarsson þriggja stiga og breytti stöðunni í 62-65 fyrir gestina. Eftir það efldust þeir grænu og bættu í. Hjörtur Einarsson var drjúgur í sókninni og skoraði mikilvægar körfur á kafla.
Grindvíkingar tóku leikhlé þegar um 2 mínútur voru til leiksloka, nú þurfti að skoða stöðuna enda Njarðvíkingar með 8 stiga forystu, 67-75. Eitthvað virtist Sverrir þjálfari hafa sagt af viti því Grindvíkingar gerðu gott áhlaup og minnkuðu muninn í 3 stig. Hjörtur hélt áfram að skora fyrir Njarðvík og Elvar var mikið á vítalínunni og bættust stig á töfluna aftur hjá þeim grænu. Njarðvíkingar héldu þetta svo út og lönduðu 73-81 sterkum sigri á erfiðum útivelli.
Grindavík-Njarðvík 73-81 (26-20, 15-14, 17-20, 15-27)
Grindavík: Ólafur Ólafsson 18/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 14/14 fráköst/4 varin skot, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/14 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 10/5 fráköst/11 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 2, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0.
Njarðvík: Tracy Smith Jr. 19/18 fráköst, Elvar Már Friðriksson 18/7 fráköst/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 16, Logi Gunnarsson 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 6, Óli Ragnar Alexandersson 2, Magnús Már Traustason 0, Maciej Stanislav Baginski 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Brynjar Þór Guðnason 0.