Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar lágu í Ólafsvík
Sunnudagur 18. maí 2008 kl. 21:32

Njarðvíkingar lágu í Ólafsvík

Önnur umferð í 1. deild karla í knattspyrnu hófst í dag og héldu Njarðvíkingar Vestur á Ólafsvík og mættu þar heimamönnum í Víkingi.

Jafnt var í hálfleik á Ólafsvíkurvelli en Gísli Freyr Brynjarsson gerði eina mark leiksins á 64. mínútu fyrir Víkinga sem reyndust lokatölur leiksins. Njarðvíkingar eru því enn með eitt stig í fyrstu deildinni og hafa ekki skorað mark í 180 mínútur.
Næsti leikur hjá grænum verður laugardaginn 24. maí þegar þeir taka á móti Fjarðabyggð kl. 14:00 á Njarðvíkurvelli.
VF-Mynd/ [email protected]– Gestur Gylfason í leik með Njarðvík gegn Stjörnunni í fyrstu umferð deildarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024