Njarðvíkingar lágu fyrir Hamri í Ljónagryfjunni
Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli í gær þegar þeir tóku á móti liði Hamars í fimmtu umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik. Fjórtán stig skildu liðin að í lokin, 90-76.
Nokkuð jafnt var á með liðinum í fyrsta leikhluta en Hamar hafði tveggja stiga forystu í lok hans, 23-21. Þeir gerðu fimm fyrstu stigin í öðrum leikhluta. Þá spýttu Njarðvíkingar í lófana og stöðvuðu framgöngu gestanna m.a. með sterki svæðisvörn. Njarðvíkingar skoruðu 22 stig í leikhlutanum á móti 9 stigum Hamars og fóru með gott forskot í hálffleikinn, 43-32.
Í seinni hálffleik snerist dæmið alveg við. Hamarsmenn byrjuðu með látum og skoruðu 11-4. Njarðvíkingar tóku leikhlé til að reyna átta sig á hlutunum en það hafði lítið að segja því Hamarsmenn létu ekkert stöðva sig og unnu leikhlutann 29-12. Staðan var þá orðin 61-55 Hamri í vil.
Lið Hamars jók muninn í 10 stig í upphafi fjórða leikhluta en Njarðvíkingar börðust og minnkuðu muninn í fimm stig. Þeir náðu þó aldrei að höggva nærri sigri Hamars sem unnu verðskuldaðan sigur, 90-76 eins og áður segir.
Christopher Smith skoraði 22 stig fyrir Njarðvík og hirti 8 fráköst. Guðmundur Jónsson skoraði 18 stig.
---
Mynd/Guðmundur Jónsson skoraði 18 stig fyrir Njarðvík í gær.