Njarðvíkingar lágu fyrir austan
Njarðvíkingar töpuðu fyrir neðsta liði Domino’s deildar karla í körfubolta þegar þeir heimsóttu Hött á Egilsstaði í gær. Lokatölur 88-83 fyrir heimamenn.
Leikurinn var jafn en Hattarmenn byrjuðu betur. Njarðvíkingar svöruðu fyrir sig í öðrum leikhluta en heimamenn unnu síðan þriðja leikhluta nokkuð örugglega og héldu haus í lokaleikhlutanum þrátt fyrir harða atlögu Njarðvíkinga. Fyrsti sigur Hattar staðreynd.
Höttur-Njarðvík 88-83 (22-13, 16-23, 35-28, 15-19)
Höttur: Michael A. Mallory ll 33/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/5 fráköst, Dino Stipcic 12/8 fráköst, Matej Karlovic 8, David Guardia Ramos 6/4 fráköst, Brynjar Snaer Gretarsson 3, Bóas Jakobsson 0, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Sigmar Hákonarson 0, Juan Luis Navarro 0, Sævar Elí Jóhannsson 0.
Njarðvík: Antonio Hester 33/16 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 15/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 14, Jón Arnór Sverrisson 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst, Mario Matasovic 4/7 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 0, Adam Eidur Asgeirsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0.