Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Njarðvíkingar komu til baka manni færri
Marc McAusland fær reisupassann eftir brot á sóknarmanni Ægis rétt undir lok fyrri hálfleiks. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 22:14

Njarðvíkingar komu til baka manni færri

Njarðvík og Ægir gerðu jafntefli í kvöld þegar liðin mættust í annarri umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu.

Njarðvíkingar léku gegn stífum vindi í fyrri hálfleik og lentu tvívegis undir auk þess að missa fyrirliðann Marc McAusland af velli rétt fyrir hálfleik þegar hann braut á sóknarmanni Ægis. Engu að síður komu heimamenn sterkir til baka í seinni hálfleik og voru ekki langt frá því að taka öll stigin.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Mörk Njarðvíkur skoruðu Rafael Alexandre Romao Victor (30') og Oumar Diouck (56')

Arnar Hallsson, þjálfari Njarðvíkur, ræddi við blaðamann Víkurfrétta eftir leik en nánar verður fjallað um leikinn á vef Víkurfrétta á morgun.
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25