Njarðvíkingar komu til baka manni færri
Njarðvík og Ægir gerðu jafntefli í kvöld þegar liðin mættust í annarri umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu.
Njarðvíkingar léku gegn stífum vindi í fyrri hálfleik og lentu tvívegis undir auk þess að missa fyrirliðann Marc McAusland af velli rétt fyrir hálfleik þegar hann braut á sóknarmanni Ægis. Engu að síður komu heimamenn sterkir til baka í seinni hálfleik og voru ekki langt frá því að taka öll stigin.
Mörk Njarðvíkur skoruðu Rafael Alexandre Romao Victor (30') og Oumar Diouck (56')
Arnar Hallsson, þjálfari Njarðvíkur, ræddi við blaðamann Víkurfrétta eftir leik en nánar verður fjallað um leikinn á vef Víkurfrétta á morgun.