Njarðvíkingar komnir í 32-liða úrslit
Njarðvík tryggði sér í gærkvöldi sæti í 32-liða úrslitum VISA bikarsins með 2-0 sigri á 2. deildar liðinu Carl . Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn í leiknum og sóttu töluvert meira, þó reyndist þeim þrautin þyngri að komast framhjá þéttri vörn leikmanna Carls . Fyrsta mark þeirra grænu kom á 44. mínútu þegar Rafn Vilbergsson kom boltanum í netið. Það var svo Frans Elvarsson sem innsiglaði 2-0 sigur með marki á 88. mínútu. Þessi leikur var ekki beint góður af hálfu Njarðvíkur en dugði þó til þess að komast í pottinn þegar dregið verður í 32. liða úrslit.
Á laugardaginn mæta Njarðvíkingar Þór á Þórsvelli í 3.umferð 1.deildar karla.
Mynd: Úr æfingaleik milli Njarðvíkur og Keflavíkur á Njarðvíkurvelli á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson