Njarðvíkingar komnir á toppinn í annari deild
	Njarðvíkingar sigruðu Magna frá Grenivík 1:0 á Grenivíkurvelli í 2. deild karla í gær.
	Þetta var mikill baráttuleikur og heimamenn byrjuðu með talsverðri pressu en Njarðvíkingar náðu að setja mark á 11 mín þegar Theodór Guðni skoraði eftir flott upphlaup. Eftir markið tók við mikill barátta en mörkin urðu ekki fleiri og því var þetta lokaniðurstaðan. Njarðvíkingar náðu með sigrinum að komast á topp 2. deildar með 14 stig.
Mynd af facebook síðu Magna


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				