Njarðvíkingar komnir á beinu brautina á ný
Njarðvíkingar sigruðu Tindastól 92:77 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Logi Gunnarsson var stigahæstur með 19 stig.Leikurinn var jafn til að byrja með en hægt og bítandi tóku Njarðvíkingar völdin og höfðu yfir í hálfleik 43:33. Í síðari hálfleik var það saman uppá teningnum því þeir grænu héldu áfram að auka forskotið en Tindastóll var þó aldrei langt undan. Sigurinn var aldrei í hættu hjá Njarðvík og unnu þeir leikinn 92:77. Bestir í liði Njarðvíkinga voru þeir Páll Kristinnsson með 12 stig og 12 fráköst og Logi Gunnarsson sem var með 19 stig.
Maurice Spillers var allt í öllu hjá Tindastól og skoraði hann 24 stig og hirti 17 fráköst.
Maurice Spillers var allt í öllu hjá Tindastól og skoraði hann 24 stig og hirti 17 fráköst.