Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar knúðu fram oddaleik
Veigar Alexandersson lék frábærlega annan leikinn í röð og skilaði átján stigum í hús í kvöld. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 22. apríl 2024 kl. 22:41

Njarðvíkingar knúðu fram oddaleik

Njarðvíkingar unnu góðan sigur á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn var sá fjórði í viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik. Njarðvíkingar munu því taka á móti Þórsurum næstkomandi fimmtudag í oddaleik um hvort liðið fari áfram í undanúrslit.

Þór Þorlákshöfn - Njarðvík 84:91

(22:21 | 17:20 | 18:17 | 27:33)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn var jafn og spennandi frá byrjun og munurinn fór aldrei yfir en tíu stig.

Undir lokin voru það þó Njarðvíkingar sem reyndust sterkari og þeir kláruðu leikinn með sjö stiga sigri (84:91).

Stig Njarðvíkur: Mario Matasovic 20 stig, Dwayne Lautier-Ogunleye 19 stig, Veigar Alexandersson 18 stig, Chaz Williams 13 stig, Dominykas Milka 10 stig, Maciej Baginski 9 stig og Þorvaldur Orri Árnason 2 stig.