Njarðvíkingar klókir gegn KR
Njarðvíkingar sigruðu KR-inga,eftir tvíframlengdan leik, 102:106 í KR-heimilinu í gær í úrvalsdeild karla í körfu og enduðu því í öðru sæti deildarinnar. Brenton Birmingham var bestur í liði Njarðvíkinga með 31 stig.Það leit ekki út fyrir gæfulega ferð Njarðvíkinga í vesturbæinn í byrjun leiks því KR-ingar yfirspiluðu þá á öllum sviðum í fyrri hálfleik og leiddu 60:45. Gestirnir skiptu hinsvegar um gír í seinni hálfleik og þá kom Brenton Birmingham Njarðvíkingum á skrið og þeir náðu að jafna leikinn. Njarðvíkingar þurftu að vinna leikinn með fjórum stigum ef þeir ætluðu sér að komast í annað sætið og því léku þeir sér að því að klikka úr vítum þegar þeir áttu tækifæri á því að vinna leikinn með einungis einu stigi. Því varð að framlengja tvisvar og í seinni framlengingunni náðu þeir grænu takmarkinu og sigruðu með fjórum stigum.
KR-ingar voru ekki sáttir við hvernig Njarðvíkingar fóru að þessu en því er ekki að neita að þetta var mjög klókt bragð hjá þeim sem tókst.
KR-ingar voru ekki sáttir við hvernig Njarðvíkingar fóru að þessu en því er ekki að neita að þetta var mjög klókt bragð hjá þeim sem tókst.