Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar kæra úrslitaleikinn gegn Stjörnunni
Sara Dilja (bláklædd) í úrslitaleiknum á þriðjudag - mynd:karfan.is
Fimmtudagur 16. apríl 2015 kl. 13:40

Njarðvíkingar kæra úrslitaleikinn gegn Stjörnunni

Stjarnan tefldi mögulega fram ólöglegum leikmanni - Úrslit leiksins í uppnámi

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur kært úrslit úr oddaleik kvennaliða UMFN og Stjörnunnar sem fram fór í Ljónagryfjunni á þriðjudagskvöldið. Liðin léku þar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna að ári þar sem að Stjarnan hafði sigur í æsispennandi leik, 57-54. Það er vísir.is sem greinir frá.

Kkd. UMFN telur að Stjarnan hafi teflt fram ólöglegum leikmanni í Söru Diljá Sigurðardóttur og að hún hafi ekki haft leikheimild til að spila umræddan leik vegna skilyrða í lánsreglum á milli félaga, en Sara er á venslasamningi frá úrvalsdeildarliði Vals. Hún hafi þó ekki mátt spila umræddan leik þar sem að hún er á meðal 7 efstu leikmanna Vals í spilatíma í vetur sem gerir það að verkum að hún hafi ekki haft leikheimild í umræddum leik. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kæran verður tekin fyrir af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 

Verði úrskurður nefndarinnar Njarðvíkingum í hag er ljóst að úrslit leiksins munu að öllum líkindum ekki gilda sem þýðir að möguleikar Njarðvíkurkvenna á því að leika í úrvalsdeild næsta tímabil eru ekki úr sögunni enn.

Hvort að Njarðvíkingum verði dæmdur sigur eða liðunum skipað að leika leikinn aftur er ekki gott að segja til um en tíminn mun leiða í ljós.