Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar kæra Moye
Þriðjudagur 3. janúar 2006 kl. 14:11

Njarðvíkingar kæra Moye

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur ákveðið að kæra A.J. Moey, leikmann Keflavíkur, til KKÍ vegna atviks er átti sér stað í leik liðanna s.l. föstudag í Iceland Express deildinni.

Atvikið átti sér stað í fjórða og síðasta leikhluta leiksins en um það leiti var sigur Njarðvíkinga nokkuð öruggur. Þrír leikmenn voru í baráttu um boltann, Jeb Ivey og Guðmundur Jónsson, leikmenn Njarðvíkur og A.J. Moye leikmaður Keflavíkur. Svo fór að A.J. Moye náði tökum á boltanum en var ekki sáttur við áganginn frá Jeb Ivey.
Meðfylgjandi mynd er af umræddu atviki og munu Njarðvíkingar leggja hana fram sem gögn í kærunni ásamt videomyndum sem þeir búa yfir. Málið mun síðan fara fyrir aganefnd KKÍ samkvæmt reglum.

VF-mynd/ JBÓ


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024