Njarðvíkingar kældir niður
Íslands- og bikarmeistarar KR gerðu sitt og tóku tvö stig í kvöld gegn liðinu sem allir eru að tala um. Njarðvíkingar máttu þola 85-74 ósigur gegn KR í Iceland Express deild karla og hafa nokkuð væna máltíð að melta eftir leik kvöldsins.
Þéttofinn varnarleikur KR var Njarðvíkingum um megn á löngum kafla í þriðja leikhluta og þá var Cameron Echols ekki jafn drjúgur á blokkinni fyrir græna líkt og hann var í síðustu umferð gegn Haukum. KR batt því tímabundinn enda á Njarðvíkurgleðina eftir tvo frækna sigra í fyrstu umferðunum.
Karfan.is