Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í unglingaflokki
Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar í unglingaflokki karla í körfuknattleik um sl. helgi eftir sigur á Haukum í úrslitaleik, 70:66. 11. flokkurinn hjá Njarðvík lék einnig til úrslita um sömu helgi en tapaði gegn Fjölni í hörkuleik, 95:94.Í unglingaflokksleiknum byrjuðu Haukar betur og leiddu í hálfleik 34:27 en í seinni hálfleik tóku Njarðvíkingar sig saman í andlitinu og náðu forystu sem þeir héldu út leikinn. Guðmundur Jónsson var atkvæðamestur í liði Njarðvíkinga með 25 stig og 10 fráköst. Þorbergur Þór Heiðarsson var með 10 stig og 10 fráköst, Grétar Már Garðarsson gerði 9 stig, Ólafur Aron Ingvason gerði 8 stig, Agnar Már Olsen gerði 7 stig, Arnar Þór Smárason gerði 6 stig, Atli Geir Júlíusson gerði 3 stig, Agnar Mar Gunnarsson gerði 2 stig og Egill Jónasson tók 1 frákast og varði 1 skot. Jónas Ingason lék ekki. Njarðvíkingar hafa því unnið fjóra Íslandsmeistaratitla á þessu tímabili, í meistaraflokki karla, unglingaflokki karla, 10.flokki karla og 7.flokki karla.
11. flokkurinn í Njarðvík þurfti að sætta sig við silfrið
11. flokkurinn í Njarðvík tapaði úrslitaleiknum um Íslandsmeistartitlinum í körfubolta karla gegn Fjölni, 95:94, um sl. helgi. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur allan tímann og úrslit réðust ekki fyrr en fjórum sekúndum fyrir leikslok þegar Fjölnismenn skoruðu sigurkörfuna.
Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur og gerði 32 stig, tók 10 fráköst, varði 4 skot, stal 3 boltum og gaf 7 stoðsendingar. Helgi Már Guðbjartsson gerði 19 stig, Kristján Rúnar Sigurðsson gerði 18 stig og Ólafur Geir Jónsson gerði 15 stig. Aðrir gerðu minna.
11. flokkurinn í Njarðvík þurfti að sætta sig við silfrið
11. flokkurinn í Njarðvík tapaði úrslitaleiknum um Íslandsmeistartitlinum í körfubolta karla gegn Fjölni, 95:94, um sl. helgi. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur allan tímann og úrslit réðust ekki fyrr en fjórum sekúndum fyrir leikslok þegar Fjölnismenn skoruðu sigurkörfuna.
Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur og gerði 32 stig, tók 10 fráköst, varði 4 skot, stal 3 boltum og gaf 7 stoðsendingar. Helgi Már Guðbjartsson gerði 19 stig, Kristján Rúnar Sigurðsson gerði 18 stig og Ólafur Geir Jónsson gerði 15 stig. Aðrir gerðu minna.