Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 29. apríl 2002 kl. 09:50

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í drengjaflokki

Drengjaflokkur Njarðvíkinga sigraði KR 69:66 í hörkuleik í Laugadalshöll og urðu um leið 5. Íslandsmeistarar félagsins á þessu tímabili. Staðan í hálfleik var 34:28, Njarðvík í hag. Leikurinn þótti frábær skemmtun og mjög spennandi en Njarðvíkingar voru þó alltaf skrefinu á undan og sigruðu að lokum.

Bestir hjá Njarðvíkingum voru Ólafur Aron Ingvason með 21 stig, stal 5 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Guðmundur Jónsson gerði 14 stig og tók 8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson gerði 13 stig og tók 8 fráköst, Gunnar Örn Einarsson gerði 11 stig og Egill Jónasson skilaði 10 stigum, tók 7 fráköst og varði 8 skot!! Aðrir gerðu minna.
Nú eru Íslandsmeistaratitlar yngriflokka hjá Njarðvík orðnir fimm sem er félagsmet en þess má geta að þeir unnu einni þrjú silfur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024