Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í drengjaflokki
Drengjaflokkur Njarðvíkinga sigraði KR 69:66 í hörkuleik í Laugadalshöll og urðu um leið 5. Íslandsmeistarar félagsins á þessu tímabili. Staðan í hálfleik var 34:28, Njarðvík í hag. Leikurinn þótti frábær skemmtun og mjög spennandi en Njarðvíkingar voru þó alltaf skrefinu á undan og sigruðu að lokum.
Bestir hjá Njarðvíkingum voru Ólafur Aron Ingvason með 21 stig, stal 5 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Guðmundur Jónsson gerði 14 stig og tók 8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson gerði 13 stig og tók 8 fráköst, Gunnar Örn Einarsson gerði 11 stig og Egill Jónasson skilaði 10 stigum, tók 7 fráköst og varði 8 skot!! Aðrir gerðu minna.
Nú eru Íslandsmeistaratitlar yngriflokka hjá Njarðvík orðnir fimm sem er félagsmet en þess má geta að þeir unnu einni þrjú silfur.
Bestir hjá Njarðvíkingum voru Ólafur Aron Ingvason með 21 stig, stal 5 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Guðmundur Jónsson gerði 14 stig og tók 8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson gerði 13 stig og tók 8 fráköst, Gunnar Örn Einarsson gerði 11 stig og Egill Jónasson skilaði 10 stigum, tók 7 fráköst og varði 8 skot!! Aðrir gerðu minna.
Nú eru Íslandsmeistaratitlar yngriflokka hjá Njarðvík orðnir fimm sem er félagsmet en þess má geta að þeir unnu einni þrjú silfur.