Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar
Mánudagur 31. mars 2008 kl. 13:30

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar

Úrslitamótið í 7. flokki karla í körfuknattleik fór fram í Smáranum í Kópavogi um síðastliðna helgi þar sem Njarðvíkurpiltar fóru með sigur af hólmi.
 
Síðasti leikur mótsins var á milli UMFN og Breiðabliks. Fyrir leikinn hafði UMFN pálmann í höndunum og sigur eða tap með 8 stiga mun myndi tryggja þeim Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik þurfti því að sigra 9 stiga mun til að tryggja sér sigur. Stórt tap hjá Stjörnunni fyrr um morguninn gegn UMFN gerði það að verkum að möguleiki þeirra á titli var úr sögunni, en UMFN sigur hefði tryggt Garðbæingum silfrið.
 
Mynd: www.umfn.isNjarðvíkurpiltar kátir í bragði en þjálfari þeirra er Daníel Guðni Guðmundsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024