Njarðvíkingar Íslandsmeistarar!!!
Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik þegar þeir sigruðu Borgnesinga í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld. Lokatölur voru 60-81 fyrir Njarðvík sem varð Íslandsmeistari í 13. sinn.
Njarðvík var með undirtökin allan leikinn og var það geisiöflug vörn sem skóp þennan sigur framar öllu.
Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 30 stig, en Brenton Birmingham kom honum næstur með 22 stig og 13 fráköst. Brenton var svo útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í leikslok.
George Byrd var stigahæstur Skallagríms með 20 stig og Pálmi Sævarsson var með 10 stig, en aðrir voru með minna. Lykilmenn Borgnesinga eins og Jovan Zdravevski, Dimitar Karadovzki og fleiri komust aldrei í takt við leikinn og máttu játa sig gjörsigraða á heimavelli.
Nánari umfjöllun á morgun..
VF-Myndir/Þorgils og Jón Björn
Video: Svipmyndir úr leiknum.
Video: Íslandsmeistarar fagna + viðtöl eftir leikinn.