Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Njarðvíkingar í úrslitin í bikarnum
Njarðvíkingar léku við hvern sinn fingur í Ljónagryfjunni og unnu stórsigur. VF-mynd/EyþórSæm.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 16. september 2021 kl. 22:42

Njarðvíkingar í úrslitin í bikarnum

Njarðvíkingar eru komnir í VÍS bikarúrslit í körfubolta karla eftir stórsigur á ÍR í Njarðtaksgryfjunni í kvöld. Lokatölur urðu 109-87 en heimamenn tryggðu sigurinn með frábærum fyrri hálfleik og leiddu með 28 stigum í leikhlé.

Njarðvíkingar sýndu gestunum enga miskunn og hreinlega völtuðu yfir þá með frábærum leik. Hinn fertugi Logi Gunnarsson sagði í viðtali við VF að hann vildi sjá fána á vegg og það gæti orðið raunin ef liðið sigrar sterka Tindastólsmenn á laugardaginn í úrslitaleiknum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Njarðvík-ÍR 109-87 (24-11, 33-18, 27-26, 25-32)

Njarðvík: Nicolas Richotti 19/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/4 fráköst/8 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 17/6 fráköst, Mario Matasovic 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 14, Veigar Páll  Alexandersson 12/5 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 7, Jan Baginski 6, Sigurbergur Ísaksson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.

ÍR: Shakir Marwan Smith 26, Sigvaldi Eggertsson 13, Breki Gylfason 13, Collin Anthony Pryor 12/4 fráköst, Tomas Zdanavicius 8/6 fráköst, Róbert Sigurðsson 6, Benoný Svanur Sigurðsson 3, Aron Orri Hilmarsson 2, Alfonso Birgir Söruson Gomez 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Daði Berg Grétarsson 0, Einar Gísli Gíslason 0.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025