Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 25. september 2004 kl. 22:45

Njarðvíkingar í úrslit í Danmörku

Njarðvík sigraði Horsens, 90-78, í undanúrslitum Knock out Cup í Danmörku í kvöld. Njarðvíkingar voru betri allan leikinn og var vörnin sérlega góð. Munurinn var 11 stig í hálfleik, 51-40 Á morgun er svo úrslitaleikurinn gegn heimamönnum Bakken Bears.

Stigahæstir:
Troy Wiley 22/9, Matt Sayman 19/7/12, Brenton Birmingham 19/6/5, Páll Kristinsson 15, Friðrik Stefánsson 9/8, Halldór Karlsson 2, Guðmundur Jónsson 1, Jóhann Ólafsson 1.

Þá vann lið Njarðvíkur vann góðan sigur gegn Åbyhøj í gærkvöld, 103-98.

Að sögn heimasíðu félagsins var leikurinn vægast sagt kaflaskiptur. Danirnir hittu vel í öðrum leikhluta og náðu mest 17 stiga forskoti, 61-44, en Njarðvíkingar minnkuðu muninn í 63-52 fyrir hálfleik.

Í síðari hálfleik tóku Njarðvíkingar allverulega við sér og unnu 3. leikhluta, 29-7. Munurinn varð mestur 17 stig i lokaleikhlutanum en Danirnir söxuðu á forskotið undir lokin og lokatölur voru 103-98.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024