Njarðvíkingar í úrslit bikarsins
Njarðvíkingar komust í úrslit í bikarkeppni KKÍ og Doritos í kvöld með sigri á Tindastól 86:66 í Njarðvík. Brenton Birmingham var bestur í liði Njarðvíkinga með 24 stig.Tindastólsmenn byrjuðu leikinn betur og höfðu um tíma 10 stiga forskot. Njarðvíkingar tóku sig hins vegar á í öðrum leikhluta og spiluðu þá mun betur og náðu að komast yrir og leiddu í hálfleik 52:37. Í seinni hálfleik héldu þeir grænu áfram að auka forskotið. Norðanmenn reyndu eitthvað að klóra í bakkann en það má segja að þeir hafi mætt ofjörlum sínum í þessum leik enda voru Njarðvíkingar að spila mjög vel á köflum.
Talsverður hiti var í leiknum og náði hann hámarki þegar Halldór Karlsson „rennitæklaði“ einn leikmann Tindastóls með þeim afleiðingum að hann flaug í gólfið. Njarðvíkingar munu mæta KR-ingum í úrslitum en þeir unnu Þór fyrr í dag í hörku leik.
Talsverður hiti var í leiknum og náði hann hámarki þegar Halldór Karlsson „rennitæklaði“ einn leikmann Tindastóls með þeim afleiðingum að hann flaug í gólfið. Njarðvíkingar munu mæta KR-ingum í úrslitum en þeir unnu Þór fyrr í dag í hörku leik.