Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar í óvænt sumarfrí
Jeb Ivey lék sinn síðasta leik á ferlinum en mátti þola tap. VF-mynd/PállOrri.
Mánudagur 1. apríl 2019 kl. 23:17

Njarðvíkingar í óvænt sumarfrí

Njarðvíkingar töpuðu þriðja leiknum í röð gegn ÍR og eru komnir í sumarfrí í Domino’s deildinni í körfubolta. Lokatölur 74-86 og sigur Breiðhyltinga var sanngjarn. Þeir stjórnuðu leiknum og voru yfir allan tímann.
Njarðvíkingar unnu tvo fyrstu leikina sannfærandi í 8-liða úrslitunum en sigurandinn hvarf einhvern veginn og liðið lék ekki vel í næstu þremur leikjum og liðið er komið í sumarfrí, lang flestum að óvörum. Það er ekki oft sem öll Suðurnesjaliðin hafa dottið út í 8-liða úrslitum en það gerðist núna.

Jeb Ivey skoraði 22 stig og var með 8 stoðsendingar í sínum síðasta leik en kappinn er 39 ára og leggur nú skóna á hilluna. Njarðvíkingar fengu einn besta leikmann landsins til sín um miðjan vetur, Elvar Má Friðriksson en hann skoraði 16 stig. Margir héldu að styrking liðsins með honum myndi duga til titils en svo varð ekki raunin.

„Þetta eru ólýsanleg vonbrigði. Margt sem fór úrskeiðis hjá okkur í þessari seríu. Við hittum mjög illa en ÍR-ingar stóðu sig vel,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga við Stöð 2 eftir leikinn.

Njarðvík-ÍR 74-86 (15-18, 17-25, 23-20, 19-23)

Njarðvík: Jeb Ivey 22/8 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 16/5 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 10, Maciek Stanislav Baginski 9, Ólafur Helgi Jónsson 7, Mario Matasovic 7/11 fráköst, Eric Katenda 3/5 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Kristinn Pálsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

UMFN-ÍR í 8-liða úrslitum Domino's