Njarðvíkingar í kalda sætinu
Það er oft sagt að það sé kalt á toppnum en Njarðvíkingar virðast kunna vel við sig þar þessa dagana. Eftir sigurleiki síðustu viku eru þeir með 4 stiga forskot á toppnum, flest stig skoruð og fæst á sig fengin. Í vikunni bökuðu þeir Þórsara 122-80 og svæfðu Borgnesinga örugglega 76-87 á útivelli. Besta sóknarliðið þessa dagana og besta varnarliðið einnig.
Keflvíkingar að jafna sig
„Hraðlestin“ eins og lið Keflvíkinga hefur löngum verið kallað, fór verulega út af sporinu gegn Hvergerðingum í bikarnum og náði sér ekki á beinu brautina á erfiðum útivelli Sauðkræklinga 82-76 en hrukku svo í gang gegn „hinu bikarúrslitaliðinu“ ÍR og unnu örugglega 111-73. Lykillinn að bættu
gengi Keflvíkinga er aukin áhersla á gæði sóknarleiksins, leikkerfin voru keyrð í gegn og skotfæri fundin fyrir Guðjón Skúlason sem skilaði 38 stigum á 34 mínútum. Já, hann sló Sigga þjálfara við og vel það ( 3 stig á 3 mínútum) en ég held að Sigurður hafi verið hæstánægður með niðurstöðuna
eftir tapleikina tvo.
Grindvíkingar á leið í öfuga átt
Útgerðardrengirnir í Grindavík eru eitthvað með áttirnar í óvissu svo það er best að ég rétti þá við „Strákar, upp er í hina áttina“. Eftir áherslur Einars Einarssonar þjálfara liðsins í síðasta tölublaði VF, þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi leikja vikunnar töpuðu strákarnir hans báðum, gegn Hamar á heimavelli 86-105 og gegn Þór á Akureyri 88-87 í leik þar sem Mo Spillers setti 42 stig og tók 21 frákast auk þess að skora úrslitakörfuna á síðustu sekúndunum.
Halló Hamar
Leikið er í EPSON deildinni í kvöld og sunnudagskvöld og eru margir skemmtilegir leikir á dagskrá. Hæst ber þó leikur Keflvíkinga og Hamars á sunnudaginn, mig grunar að Sigurður Ingimundarson þurfi „fátt fallegt“ að segja sínum mönnum til að koma þeim í rétta gírinn. Í kvöld mæta
Grindvíkinar „Sköllum“ Ermolinskjis í Grindavík og Ísfirðingar mæta í Ljónagryfjuna en Keflvíkingar sækja Valsmenn heim. Á sunnudag leika öll Suðurnesjaliðin á útivelli, UMFN í Hafnarfirði og Grindvíkingar á Ísafirði auk Keflvíkinga sem verða eins og áður sagði í gúrkubænum Hveragerði.
Keflvíkingar að jafna sig
„Hraðlestin“ eins og lið Keflvíkinga hefur löngum verið kallað, fór verulega út af sporinu gegn Hvergerðingum í bikarnum og náði sér ekki á beinu brautina á erfiðum útivelli Sauðkræklinga 82-76 en hrukku svo í gang gegn „hinu bikarúrslitaliðinu“ ÍR og unnu örugglega 111-73. Lykillinn að bættu
gengi Keflvíkinga er aukin áhersla á gæði sóknarleiksins, leikkerfin voru keyrð í gegn og skotfæri fundin fyrir Guðjón Skúlason sem skilaði 38 stigum á 34 mínútum. Já, hann sló Sigga þjálfara við og vel það ( 3 stig á 3 mínútum) en ég held að Sigurður hafi verið hæstánægður með niðurstöðuna
eftir tapleikina tvo.
Grindvíkingar á leið í öfuga átt
Útgerðardrengirnir í Grindavík eru eitthvað með áttirnar í óvissu svo það er best að ég rétti þá við „Strákar, upp er í hina áttina“. Eftir áherslur Einars Einarssonar þjálfara liðsins í síðasta tölublaði VF, þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi leikja vikunnar töpuðu strákarnir hans báðum, gegn Hamar á heimavelli 86-105 og gegn Þór á Akureyri 88-87 í leik þar sem Mo Spillers setti 42 stig og tók 21 frákast auk þess að skora úrslitakörfuna á síðustu sekúndunum.
Halló Hamar
Leikið er í EPSON deildinni í kvöld og sunnudagskvöld og eru margir skemmtilegir leikir á dagskrá. Hæst ber þó leikur Keflvíkinga og Hamars á sunnudaginn, mig grunar að Sigurður Ingimundarson þurfi „fátt fallegt“ að segja sínum mönnum til að koma þeim í rétta gírinn. Í kvöld mæta
Grindvíkinar „Sköllum“ Ermolinskjis í Grindavík og Ísfirðingar mæta í Ljónagryfjuna en Keflvíkingar sækja Valsmenn heim. Á sunnudag leika öll Suðurnesjaliðin á útivelli, UMFN í Hafnarfirði og Grindvíkingar á Ísafirði auk Keflvíkinga sem verða eins og áður sagði í gúrkubænum Hveragerði.