Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar í fjórða sæti
Föstudagur 23. janúar 2015 kl. 11:35

Njarðvíkingar í fjórða sæti

Eftir sigur gegn ÍR

Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Breiðholtið þegar þeir unnu ÍR-inga 85-91 í Domino's deild karla í körfubolta í gær. Njarðvíkingar byruðu leikinn af krafti og má segja að það hafi verið lykilinn að sigri þeirra. Eftir leikinn eru Njarðvíkingar í fjórða sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Stjarnan.

Leikstjórnandinn Stefan Bonneau hélt uppteknum hætti og skoraði 30 stig fyrir gestina, en hann hefur farið mikinn eftir að hann kom til liðsins. Mirko Virijevic var svo drjúgur með 17 sig og 11 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

ÍR-Njarðvík 85-91


Njarðvík: Stefan Bonneau 30/6 fráköst/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 17/11 fráköst, Logi Gunnarsson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 11/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/9 fráköst, Ágúst Orrason 6, Oddur Birnir Pétursson 2/5 fráköst.