Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Njarðvíkingar í fallsæti
  • Njarðvíkingar í fallsæti
Föstudagur 16. desember 2016 kl. 09:51

Njarðvíkingar í fallsæti

Grindvíkingar í fjórða og Keflavík á sigurbraut

Njarðvíkingar eru í fallsæti þegar Domino’s deild karla fer í jólafrí, eftir að þeir töpuðu gegn Þór Þ. á heimavelli sínum. Þetta er þriðja tap Njarðvíkinga í röð. Lokatölur 88-104 þar sem gestirnir náðu strax 11 stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Eftir það voru þeir alltaf skrefinu á undan. Bæði lið borguðu sig inn á leikinn þar sem allur ágóði rann til Fjölskylduhjálpar og í Neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi.

Grindvíkingar fara í jólafrí í fjórða sæti eftir 15 stiga sigur á Sköllunum fyrir vestan. Eftir jafnan fyrri hálfleik reyndust Grindvíkingar mun sterkari í þeim seinni og lönduðu góðum sigri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það virðist vera að lifna yfir Keflvíkingum en þeir hafa nú sigrað í tveimur síðustu leikjum. Þeir skelltu ÍR-ingum á heimavelli sínum í gær 98-89 þar sem Amin Stevens fór fyrir heimamönnum með 29 stig og 15 fráköst. Keflvíkingar eru í 8. sæti með 10 stig.

Tölfræði hér að neðan:

Skallagrímur-Grindavík 80-95 (23-26, 20-16, 17-28, 20-25)

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 19/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 12/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.


Njarðvík-Þór Þ. 88-104 (21-32, 27-29, 19-21, 21-22)

Njarðvík: Logi  Gunnarsson 25/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 21/7 fráköst, Johann Arni Olafsson 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 11, Björn Kristjánsson 11/7 fráköst, Páll Kristinsson 5/5 fráköst, Gabríel Sindri Möller 0, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0.

Keflavík-ÍR 98-79 (26-14, 22-19, 27-25, 23-21)

Keflavík: Amin Khalil Stevens 29/13 fráköst/5 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/9 fráköst/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 13, Guðmundur Jónsson 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Ágúst Orrason 3, Daði Lár Jónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Hörður Kristleifsson 0.