HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

  • Njarðvíkingar í fallsæti
  • Njarðvíkingar í fallsæti
Föstudagur 16. desember 2016 kl. 09:51

Njarðvíkingar í fallsæti

Grindvíkingar í fjórða og Keflavík á sigurbraut

Njarðvíkingar eru í fallsæti þegar Domino’s deild karla fer í jólafrí, eftir að þeir töpuðu gegn Þór Þ. á heimavelli sínum. Þetta er þriðja tap Njarðvíkinga í röð. Lokatölur 88-104 þar sem gestirnir náðu strax 11 stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Eftir það voru þeir alltaf skrefinu á undan. Bæði lið borguðu sig inn á leikinn þar sem allur ágóði rann til Fjölskylduhjálpar og í Neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi.

Grindvíkingar fara í jólafrí í fjórða sæti eftir 15 stiga sigur á Sköllunum fyrir vestan. Eftir jafnan fyrri hálfleik reyndust Grindvíkingar mun sterkari í þeim seinni og lönduðu góðum sigri.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Það virðist vera að lifna yfir Keflvíkingum en þeir hafa nú sigrað í tveimur síðustu leikjum. Þeir skelltu ÍR-ingum á heimavelli sínum í gær 98-89 þar sem Amin Stevens fór fyrir heimamönnum með 29 stig og 15 fráköst. Keflvíkingar eru í 8. sæti með 10 stig.

Tölfræði hér að neðan:

Skallagrímur-Grindavík 80-95 (23-26, 20-16, 17-28, 20-25)

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 19/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 12/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.


Njarðvík-Þór Þ. 88-104 (21-32, 27-29, 19-21, 21-22)

Njarðvík: Logi  Gunnarsson 25/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 21/7 fráköst, Johann Arni Olafsson 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 11, Björn Kristjánsson 11/7 fráköst, Páll Kristinsson 5/5 fráköst, Gabríel Sindri Möller 0, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0.

Keflavík-ÍR 98-79 (26-14, 22-19, 27-25, 23-21)

Keflavík: Amin Khalil Stevens 29/13 fráköst/5 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/9 fráköst/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 13, Guðmundur Jónsson 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Ágúst Orrason 3, Daði Lár Jónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Hörður Kristleifsson 0.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025