Njarðvíkingar höfðu vistaskipti
Eins og mörgum er kunnugt var síðasti dagurinn sem knattspyrnumönnum var leyfilegt að skipta um lið hér á landi í gær. Ýmsar breytingar urðu hjá mörgum liðum og heyrðu margir sjálfsagt af því í gær að framherjinn Hörður Sveinsson gekk aftur til liðs við fyrrum félaga sína í Keflavík.
Það voru ekki einu breytingarnar því Keflvíkingar fengu einnig til sín Rafn Markús Vilbergsson frá grönnum sínum í Njarðvík en honum er ætlað að fylla skarð Gregor Mohan. Framherjinn Ísak Örn Þórðarson hefur svo verið lánaður frá Keflavík yfir til Njarðvíkur en það er einmitt uppeldisfélag Ísaks.