Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar hlutskarpastir á þrettándamóti í Boccia
Miðvikudagur 11. janúar 2012 kl. 14:27

Njarðvíkingar hlutskarpastir á þrettándamóti í Boccia

Eins og undanfarin ár héldu Lions og Lionessuklúbbarnir á Suðurnesjum sitt árlega þrettándamót í samvinnu við Nes, íþróttafélag fatlaðra. Mjög góð þátttaka var í þessu móti en ásamt Lions og Nes tóku nokkur fyrirtæki þátt, meðal annars voru lið frá Lögreglunni og Brunavörnum Suðurnesja. Þetta var fimmta árið sem þetta mót er haldið og er þetta jafnframt styrkur til Nes sem felst í því að hver klúbbur greiðir ákveðna upphæð fyrir þann félagafjölda sem er í klúbbunum, einnig greiða fyrirtækin sem taka þátt ákveðið gjald.

Mótið gengur þannig fyrir sig að það eru 3 í hverju liði, 2 frá þátttakendum og einn frá Nes.


Síðastliðin 3 ár hefur Lionsklúbbur Keflavíkur unnið en í ár var það Lionsklúbbur Njarðvíkur sem vann mótið, í öðru sæti voru það H.S. veitur, en það voru félagar úr Knattspyrnudeild Keflavíkur sem spiluðu fyrir þeirra hönd, verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin, veglegir bikarar fyrir fyrsta og annað sætið og verðlaunapeningar fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Vinningsliðin ásamt fulltrúum frá Lions og Nes á efri myndinni en að neðan má sjá Lkl. Njaðvíkur ásamt fulltrúum frá Lions og Nes