Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar hefja sölu aðgangskorta
Laugardagur 23. apríl 2011 kl. 14:07

Njarðvíkingar hefja sölu aðgangskorta

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur í dag sölu á sérstökum aðgangskortum á heimaleiki meistaraflokks í 2. deild í sumar. Kortin sem eru í boði kosta 6.000 kr og eru jafnframt happadrættismið sem dregið verður úr í hálfleik á síðasta heimaleik Njarðvíkinga gegn Reyni þann 17. september.

Kortin gilda á alla 11 heimaleiki liðsins í 2. deild eins og áður sagði og handhafar þessara korta að greiða aðeins 545 krónur inná heimaleiki í stað 1.000. Kortin gilda að sjálfsögðu ekki á leiki í VISA bikarnum og veita ekki aðgang að veitingum í hálfleik líkt og stuðningsmannakortin.

Vinninga í happadrættinu eru eftirfarandi;
1. Aðgangskort í Bláa Lónið (gildir fyrir tvo út árið)
2. Njarðvikurbúningur (treyjan)
3. Bíómiðar fyrir tvo í Sambíóin
4. Bíómiðar fyrir tvo í Sambíóin
5. Bíómiðar fyrir tvo í Sambíóin

Aðgangskortin verða til sölu á skrifstofu knattspyrnudeildar (sími 421 1160 /862 6905) einnig munu stjórnarmenn og leikmenn meistaraflokks hafa milligöngu með að selja kortin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024