Njarðvíkingar geta komist upp að hlið Keflvíkinga í kvöld
Njarðvíkurstúlkur munu fylgja eftir stórum sigri á grönnum sínum í Keflavík með því að fara á Stykkishólm og mæta Snæfellingum. Með sigri geta Njarðvíkingar jafnað Keflvíkinga á toppnum í Iceland Express-deild kvenna en þó eiga Keflvíkingar leik til góða gegn Haukum á morgun.
Leikir Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19:15.