Njarðvíkingar gerðu upp tímabilið
Lokahóf knattspyrnudeildar UMFN var haldið á laugardagskvöldið þar sem góður matur var á borðum og mikið líf og mikið fjör enda áttu Njarðvíkingar öruggt sæti í Lengjudeildinni á komandi tímabili.
Leikmenn voru verðlaunaðir fyrir leikjafjölda: Hreggviður Hermannsson, Oumar Diouck og Sigurjón Már Markússon fyrir 50 leiki. Robert Blakala og Marc McAusland fyrir 100 leiki. Kenny Hogg fyrir 150 leiki og Arnar Helgi Magnússon fyrir 200 leiki.