Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar gerðu það gott á vormóti JSÍ
Angela Humada Torres vann í -73 kg flokki kvenna
Mánudagur 9. mars 2015 kl. 06:00

Njarðvíkingar gerðu það gott á vormóti JSÍ

Júdódeild Njarðvíkur tók þátt í vormóti Júdósambands Íslands sem fram fór um helgina. Njarðvíkingar stóðu sig með miklum sóma og unnu til fernra verðlauna á mótinu.

Angela Humada Torres sigraði í -70 kg flokki kvenna og þá var liðsfélagi hennar í Njarðvík, Catarina Chainho Costan, í þriðja sæti í flokknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í +100 kg flokki karla náðu tveir Njarðvíkingar á pall, en þeir Brynjar Kristinn Guðmundsson og Kristófer Smári Leifsson enduðu í 2. og 3. sæti.

Þá má til gamans að geta að Suðurnesjamaðurinn Hermann Unnarsson bar sigur úr býtum í -73 kg flokki karla en Hermann keppir fyrir hönd JR.

Hermann á pallinum.