Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar gerðu góða ferð til Ólafsvíkur
Njarðvíkingar geta fagnað eftir góðan árangur í Inkass-deildinni í knattspyrnu.
Laugardagur 15. september 2018 kl. 17:43

Njarðvíkingar gerðu góða ferð til Ólafsvíkur

Öruggir með sæti í Inkassodeildinni í knattspyrnu

Njarðvíkingar unnu frækinn sigur á Víkingi í Ólafsvík á útivelli í dag, laugardag í Inkasso-deildinn í knattspyrnu. Njarðvíkingar tryggðu sér endanlega sæti áfram í deildinni með þessum sigri. Lokatölur í Ólafsvík voru 1-2 fyrir þá grænu úr Njarðvík.

Það var mikið áfall fyrir Njarðvíkinga á 13. mín. þegar Arnór Björnsson var rekinn af velli fyrir háskaleik. Okkar menn létu það ekki á sig fá og skoruðu fyrsta mark leiksins aðeins 4 mínútum síðar. Þá skoraði Ari Már Andrésson eftir að boltinn barst fyrir fætur hans eftir hornspyrnu. Ari gerði sér lítið fyrir og kom þeim grænu í 0-2 aðeins korteri síðar. Ari nýtti sér slakan varnar leik heimamanna. Heimamenn minnkuðu muninn í 1-2 á 55. mín. en lengra komust þeir ekki.

Rafn Markús Vilbergsson segir þennan sigur líklega einn þann stærsta í sögu deildarinnar. Hann ræddi við fotbolta.net eftir leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024