Njarðvíkingar gerðu 3-3 jafntefli
Njarðvíkingar misstu niður 3-1 forystu í gær í Lengjubikarnum þegar þeir fengu lið KF í heimsókn í Reykjaneshölina. Ólafur Jón Jónsson og Árni Þór Ármannsson komu Njarðvík í 2-0 eftir 47 mínútur en KF minnkaði muninn skömmu síðar.
Kristinn Örn Agnarsson kom Njarðvíkingum svo í 3-1 á 70. mínútu og Njarðvík við það að landa sigri. KF skoraði hins vegar tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og niðurstaðan því jafntefli, 3-3.
Staðan í riðli Njarðvíkur:
VF-mynd: Kristinn Örn Agnarsson skoraði í gær