Njarðvíkingar gera marga styrktarsamninga
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur með splunkunýtt bikarmeistaralið karla í fararbroddi hefur undirritað nýja auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki á svæðinu að undanförnu. Njarðvíkingar byrjuðu sem kunnugt er með látum og léku til úrslita í karlaflokki og í undanúrslitum í VÍS bikarkeppninni nýlega.
Fyrirtækin sem UMFN skrifaði undir við eru Aðaltorg, Grjótgarðar, Samkaup/Nettó, IceMar og Rétturinn.
Á laugardag mætir Njarðvík ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn í „meistari meistaranna" en leikurinn fer fram kl. 19:15 í Þorlákshöfn.
Kristín, Gunnar og Teitur Örlygsbörn við undirritun nýs samstarfs- og styrktarsamnings IceMar og Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN ásamt Ingibjörgu Ástu Halldórsdóttur markaðsstjóri Samkaupa og Halli Geir Heiðarssyni rekstrarstjóra Nettó.
Kristín formaður og Aðaltorgsfólkið: Ingvar Eyfjörð, Adam Calicki, Einar Þór Guðmundsson, Alexander Ragnarsson og Rósa Ingvarsdóttir.