Njarðvíkingar gegn einelti
Fyrir leik Njarðvíkinga og Hauka í Iceland Express deild karla í gær var skrifað undir samstarfssamning milli körfuknattleiksdeildar UMFN og Landsbankans. Nemendum Njarðvíkurskóla, Háaleitisskóla og Akurskóla var sérstaklega boðið á leikinn og það ekki að ástæðulausu því körfuknattleiksdeildin valdi að styrkja skólana í forvörnum gegn einelti undir yfirskriftinni „STÖÐVUM EINELTI“. Búningar meistaraflokka karla og kvenna munu bera merki þessa átaks næstu þrjú árin.
Mynd Eyþór Sæmundsson: Fulltrúar skólanna og Landsbankans ásamt leikmönnum Njarðvíkinga.