Njarðvíkingar gefa ekkert eftir í toppbaráttunni
Njarðvíkingar sigruðu Völsung, 5-2, á Húsavíkurvelli í 2. deild karla í knattspyrnu sl. laugardag og eru greinilega ekkert á þeim buxunum að gefa eftir 2. sætið í deildinni þar sem KS sækir fast á hæla þeirra. Njarðvíkingar eru með 33 stig eftir 15 leiki en KS er einu stigi á eftir þeim með 32 stig. Þess má geta að næsti leikur Njarðvíkinga er gegn KS á heimavelli og ef þeir sigra þann leik fara þeir langt með að tryggja sér sæti í 1. deildinni.