Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar fyrstir til þess að sigra í Ásgarði
Fimmtudagur 9. desember 2004 kl. 12:55

Njarðvíkingar fyrstir til þess að sigra í Ásgarði

Njarðvíkingar eru komnir í 8 liða úrslit í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar eftir að hafa borið sigurorð af 1. deildarliði Stjörnunnar, 63-115. Snemma leiks var ljóst í hvað stefndi en Njarðvíkingar gerðu fyrstu sjö stig leiksins og urðu með sigrinum fyrsta liðið í vetur til þess að leggja Stjörnuna að velli. 

Stjörnumenn, með Eirík Sigurðsson í broddi fylkingar, reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkann en styrkleikamunurinn var einfaldlega of mikill. Njarðvíkingar spiluðu mjög sterka vörn og uppskáru þannig margar auðveldar körfur. Staðan í hálfleik var 32-63 og sigurinn því nánast öruggur þrátt fyrir að seinni hálfleikur væri allur eftir.

Í þriðja leikhluta var röðin komin að Kristjáni byssubrandi Sigurðssyni til að láta ljós sitt skína. Gerði hann 11 stig á 5 mínútum á móti tveimur stigum heimamanna. Að þriðja leikhluta loknum var staðan orðin 45-95.

Lokatölur leiksins urðu eins og áður segir, 63-115, og ljóst er að himinn og haf skilja að topplið fyrstu deildar og Intersport deildar. Páll Kristinsson gerði 17 stig fyrir Njarðvík og Kristján Sigurðsson 16 en Ólafur Aron Ingvason átti einnig skínandi góðan leik, gerði 10 stig og var duglegur að spila uppi samherja sína þar sem hann gaf 10 stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var Eiríkur Sigurðsson stigahæstur með 18 stig.

VF-myndir/ Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024