Njarðvíkingar frumsýna nýjan miðherja í Frostaskjóli
Njarðvíkingar hafa gert breytingar á útlendingahópi sínum í Domino’s deildinni í körfubolta. Þeir sögðu upp samningi við Julijan Rajic og hafa samið við franska miðherjann Eric Katenda um að klára leiktíðina með þeim grænu.
Katenda er 206 sm. Og lék með Notre Dame og North Texas á háskólaferli sínum í Bandaríkjunum. Hann mun leika sinn fyrsta leik með Njarðvík þegar liðið fer í Frostaskjólið og leikur gegn KR í kvöld. Njarðvíkingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum og hafa ekki verið sannfærandi í leik sínum, topplið deildarinnar. Stuðningsmenn bíða því spenntir að sjá hvernig gengur gegn þeim röndóttur í KR.