Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar fögnuðu sigri í Borgarnesi
Fimmtudagur 20. desember 2018 kl. 23:49

Njarðvíkingar fögnuðu sigri í Borgarnesi

Áfram eru Njarðvíkingar á toppnum í Domino's deild karla í körfubolta ásamt Tindastóli, en Ljónin gerðu góða ferð í Borgarnes þar sem þeir fögnuðu 82-89 sigri gegn Skallagrími. Elvar Már Friðriksson fer funheitur í jólafrí en hann skoraði 27 stig í kvöld. Jeb Ivey hitti frekar illa en skilaði 21 stigi. Njarðvíkingar léku án Loga Gunnars og Maciej Baginski sem eru að glíma við flensu.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 27/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Jeb Ivey 21/9 stoðsendingar, Jon Arnor Sverrisson 9, Ólafur Helgi Jónsson 8/5 fráköst, Julian Rajic 8/4 fráköst, Mario Matasovic 7/10 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 6, Kristinn Pálsson 3/10 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 0, Garðar Gíslason 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024