Njarðvíkingar fengu mark á sig í uppbótartíma
Njarðvíkingar misstu niður sigur sem var í seilingarfjarlægð í Inkasso-deildinni þegar þeir fengu á sig mark gegn ÍR í leik liðanna sl. fimmtudagskvöld. Lokatölur urðu 1-1.
Njarðvíkingar komust í 1-0 forystu á 31. mínútu með marki Kenneth Hogg. Mark gestanna kom eftir aukaspyrnu en boltinn fór í gegnum þvögunar í vítateig Njarðvíkinga og gestirnir náðu að pota boltanum í netið.
Njarðvíkingar eru komnir með 18 stig og eru áfram í 8. sæti. Þeir mega ekki missa flugið á lokasprettinum til að lenda ekki í fallsæti. Selfoss, næsta neðsta liðið er með 15 stig.
Næsti leikur Njarðvíkinga verður gegn HK í Kópavogi næstkomandi fimmtudag.
Rafn M. Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkinga ræddi við fotbolti.net eftir leik og var ósáttur að missa leikinn í jafntefli.