Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar fallnir í 2. deild
Sunnudagur 12. september 2010 kl. 13:00

Njarðvíkingar fallnir í 2. deild

Næst síðasta umferðin í 1. deild karla í knattspyrnu fór fram í gær þar sem Njarðvíkingar böruðst fyrir tilverurétti sínum í deildinni. Njarðvík mætti Fjölni í Grafarvogi og mátti sætta sig við 3-0 ósigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ein umferð er eftir af deildinni og þá mæta Njarðvíkingar Gróttu á Njarðtaksvellinum en úrslit þessa leiks munu ekki hafa áhrif á stöðu Njarðvíkinga á stigatöflunni og því leika þeir í 2. deild á næstu leiktíð. Njarðvíkingar léku í 2. deild á síðasta tímabili og fóru þá upp með Gróttu sem vann deildina.

Mynd: Úr leik Njarðvíkur og Þórs nú í sumar. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson