Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvikingar fá toppliðið í heimsókn
Frá leik Njarðvíkur fyrr í sumar
Laugardagur 15. ágúst 2015 kl. 07:00

Njarðvikingar fá toppliðið í heimsókn

Njarðvíkingar í harðri botnbaráttu í 2. deild

Njarðvíkingar taka á móti toppliði Leiknis Fáskrúðsfjarðar í dag í 2. deild karla í knattspyrnu en leikurinn er hluti af 16. umferð Íslandsmótsins.

Njarðvíkingar hafa síðusta einn og hálfan mánuðinn sogast niður í fallbaráttu eftir mjög sterka byrjun á mótinu en mikil marrkaþurrð gekk yfir liðið allan júlí og megnið af júní. Njarðvíingum hefur gengið betur í síðustum tveimur leikjum að finna marknetið og því ástæða til að áæta að liðið geri heiðarlega tilraun til að senda gestina stigalausa heim í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leiknismenn verða þó mjög erfiðir við að eiga en liðið hefur aðeins tapað einum leik það sem af er sumri. Baráttan er orðin mjög spennandi á báðum endum deildarinnar en Njarðvíkingar sitja sem stendur í 10. sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti og því til mikils að vinna með sigri á geysisterku Leiknisliði.  

Leikurinn hefst á slaginu 12:00 á Njarðtaksvellinum.