Njarðvíkingar fá miðherja frá KFÍ
Njarðvíkingar hafa samið við miðherjann Mirko Stefán Virijevic frá KFÍ, en hann mun leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta. Mirko skilaði fínum tölum fyrir vestan í vetur þegar hann setti niður 21 stig og tók 11 fráköst að meðaltali í leik. „Þetta er fengur fyrir okkur og styrkir ennfrekar sterkan hóp sem fyrir var hjá okkur,“ sagði Gunnar Örlygsson formaður KKd. UMFN í samtali við Karfan.is.